Innlent

Aldrei eins fá innbrot

Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði verulega á síðasta ári og hafa aldrei verið eins fá. Að jafnaði voru framin fjögur innbrot í umdæminu á hverjum degi, en til samanburðar voru þau sex árið á undan.

Þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem kom út í gær. Séu talin öll þjófnaðarbrot í umdæminu voru þau innan við fimm þúsund og hefur þeim fækkað á undanförnum árum.

Ábendingar íbúa komu lögreglu oft á sporið sem varð til þess að þjófarnir voru handteknir, að því er fram kemur í skýrslunni.

Skýrsluna má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×