Innlent

Árásarmaðurinn í Mjóddinni handtekinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan á vettvangi glæpsins.
Lögreglan á vettvangi glæpsins. mynd/ gb.
Búið er að handtaka mann sem grunaður er um að hafa stungið mann í lærið í Mjódd rétt fyrir klukkan eitt í dag. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn handtekinn skammt frá staðnum þar sem atvikið varð. Maðurinn sem var stunginn var fluttur á slysadeild með áverka, en ekki er vitað meira um líðan hans. Sjónarvottur sagði í samtali við Vísi að sá sem varð fyrir árásinni hafi gefið upp nafn árásarmannsins. Ekki er vitað um tildrög árásarinnar.


Tengdar fréttir

Stunginn um hábjartan dag í Mjódd

Karlmaður var stunginn í Mjódd rétt fyrir klukkan eitt í dag. Hann fékk aðstoð viðstaddra við að stöðva blæðingu sem hlaust af, en sjúkralið kom svo á staðinn og var maðurinn fluttur á slysadeild. Nokkur hópur fólks varð vitni að atburðinum. Samkvæmt frásögn eins sjónvarvottar sem dreif að eftir atburðinn gat sá sem stunginn var gefið upp nafnið á árásarmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×