Innlent

Slasaðist þegar hann ók bifhjóli út í hraun

Ökumaður bifhjóls slasaðist þegar hann missti stjórn á hjólinu í beygju á Grindavíkurbraut vestan við fjallið Þorbjörn í gærkvöldi og hafnaði út í hrauni.

Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans en reyndist ekki alvarlega slasaður, og er það meðal annars þakkað því að hann var í góðum hlífðarfatnaði. Hann var í hópi bifhjólamanna þegar slysið varð, þannig að honum barst strax hjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×