Innlent

Töluverður erill hjá lögreglunni

Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og gista margir fangageymslur.

Þeirra á meðal er par, sem var handtekið í gærkvöldi, grunað um fjárdrátt, og annað par, sem tekið var úr umferð þar sem þau voru bæði út úr dópuð og kunnu ekki fótum sínum forráð.

Einn var líka handtekinn eftir að hann hafði haft í hótunum við fólk í miðborginni, og var í annarlegu ástandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×