Innlent

Stöðva strandveiðar á svæði eitt

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt að strandveiðum í ágúst, á svæði eitt, eða frá Snæfellsnesi inn í Ísafjarðardjúp, skuli ljúka á miðnætti. Bátarnir fá því aðeins tvo veiðidaga á þessu svæði í mánuðinum.

Í tilkynningu ráðuneytisins er ekki greint frá ástæðum þessarar ákvörðunar, en lang flestir strandveiðibátar hafa veiðiheimildir á þessu svæði og hefur mánaðakvótinn jafnan klárast á svæðinu eftir nokkurra daga veiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×