Innlent

Íbúi á Grettisgötu slapp með skrekkinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðalsteinn Jónsson slapp sem betur fer vel. Í baksýn sést bíllinn á húsinu.
Aðalsteinn Jónsson slapp sem betur fer vel. Í baksýn sést bíllinn á húsinu. mynd/ vilhelm.
Aðalsteinn Jónsson, íbúi á Grettisgötu, slapp með skrekkinn þegar bíl var ekið á húsið hans í dag. Aðalsteinn var úti að mála húsið rétt áður en bíllinn skall á það. Það var mikil mildi að Aðalsteinn hafði rétt verið búinn að snúa sér frá húsinu. Hefði hann enn verið að mála, er ljóst að illa hefði farið. Bíllinn skall með öllu afli á húsið.

Þeir sem voru í bílnum flúðu vettvang, en þau munu hafa verið í annarlega ástandi. Þar á meðal var kona sem slasaðist illa. Lögreglan hefur nú haft hendur í hári hennar. Piltur sem staddur var í nágrenninu hljóp ökumanninn uppi. Pilturinn vill ekki láta nafns síns getið, en sagði eftir atvikið að honum hefði brugðið þegar hann sá í hversu annarlegu ástandi hann var.

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á vettvangi og tók meðfylgjandi myndir af því sem fram fór. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, en þá verður rætt við Aðalstein og sjónarvotta að atvikinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×