Innlent

Þjóðarpúls: Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Alþingi
Alþingi
Sjálfstæðisflokkurinn er enn sem áður með meira fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir tveir til samans. Fylgi Samfylkingar og Vinstri grænna eykst þó frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með tæplega 37 prósenta fylgi. Samfylking fær 21 prósenta fylgi og Vinstri grænir standa í stað með rúmlega 12 prósenta fylgi. Þá mælist Framsókn með rúmlega tólf prósent.

Samkvæmt Þjóðarpúlsinum nær Björt framtíð einum manni inn á þing en framboðið mælist 5.2 prósent fylgi. Hægri græn og Samstaða tapa fylgi.

Samstað mælist með tæp þrjú prósent og dalar því mest allra framboða. Þegar tilkynnt var um framboðið mældist Samstaða með rúmlega ellefu prósenta fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×