Innlent

Búið að fella 69 tarfa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hreindýrstarfur á Austurlandi.
Hreindýrstarfur á Austurlandi.
Búið er að fella 69 hreindýrstarfa, en í gær voru liðnar tvær vikur frá því að hreindýratímabilið hófst. Einungis verður heimilt að veiða tarfa fram að 1. ágúst en þá verður einnig heimilt að veiða kvígur. Alls verður heimilt að veiða 1009 dýr.

„Það er búið að skjóta mjög væna tarfa," segir Jóhann Guttormsson, starfsmaður Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum. Nokkrir þeirra eru yfir 100 kíló, sem Jóhann segir að sé mjög gott á þessum tíma árs. Hann segir að aðstæður til veiða hafi verið ágætar. „Það er búið að vera þokkalegt veður, en aðeins hefur nú þokan verið að stríða manni hérna á Suðurfjörðunum," segir Jóhann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×