Innlent

No Borders skora á Icelandair að falla frá málshöfðun

Samtökin No Borders í Reykjavík skora á stjórnendur Icelandair að falla frá höfðun skaðabótamáls gegn tveimur hælisleitendum, sem freistuðu þess að komast frá Íslandi með flugvél Icelandair nýverið.

Félagið krefst skaðabóta vegna fjögurra klukkustunda tafar á brottför vélarinnar vegna málsins.

No Borders í Reykjavík krefjast þess að flóttafólki, sem kemur til Íslands, verði mætt af mannúð og skilningi, og að aðbúnaður þeirra verði bættur þegar í stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×