Innlent

Slökkviliðið kallað að lögreglustöð vegna vatnsleka

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að lögreglustöðinni við Hverfisgötu rétt fyrir klukkan sex í morgun, vegna vatnsleka.

Þar hafði vaskur stíflast en þar sem krani var opinn, tók vatn að flæða út úr honum og niður á næstu hæð.

Vel gekk að dæla vatninu út og urðu óverulegar skemmdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×