Innlent

Árni Páll: Styrking krónunnar jákvæð - ríkisfjármálin aðalmálið

Magnús Halldórsson skrifar
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Styrking krónunnar undanfarin misseri og innflæði á gjaldeyri sem hún byggist á er fagnaðarefni, segir Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann segir ríkisfjármálin skipta miklu máli ef stíga eigi skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta.

Gengi krónunnar hefur verið að styrkjast nokkuð að undanförnu, og fást nú um 148 krónur fyrir hverja evru, en fyrir um tveimur mánuðum fengust á bilinu 160 og 170 krónur fyrir hverja evru.

Styrkingin er ekki síst rakin til árstíðarbundinnar sveiflu þegar kemur að innflæði á gjaldeyri, en þar vegur ferðaþjónustan ekki síst þungt, en árlegur hápunktur hennar, þegar kemur að komu erlendra ferðamanna hingað til lands, er í júlí og ágúst.

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir styrkinguna jákvæða en mikilvægast sé þó að hafa raunhæfa sýn á það hvernig sé mögulegt að aflétta gjaldeyrishöftum, meðal annars með aðhaldssamri ríkisfjármálastefnu.

„Almennt séð er styrking krónunnar jákvæð fyrir hagkerfið, og innflæði á gjaldeyri er fagnaðarefni. [...] Það mestu skiptir fyrir krónunar og stöðu efnahagsmála yfirhöfuð, er að ná niður halla ríkissjóðs svo að möguleiki skapist fyrir afnám hafta. Það er afar brýnt að samstaða náist um að skapa þessar aðstæður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×