Innlent

Börn í sérstakri hættu á tjaldsvæðum

mynd úr safni
Mikil hætta getur skapast þegar bílar eru geymdir við hlið aftanívagna og tjalda en ekki á sérstökum bílastæðum, eins og áður tíðkaðist. Hætta er á því að ekið sé yfir fólk á tjaldsvæðum og eru börn í sérstakri hættu. Þetta segir Fjóla Guðjónsdóttir, forstöðumaður forvarna hjá Sjóvá. Hún segir að hér landi hafi orðið banaslys á tjaldsvæði sem rekja megi til þess að barn hljóp samsíða akandi bíl. Alltof algegnt sé að ekið sé um tjaldsvæði. Fjóla vill vekja athygli ökumanna og forráðamanna barna á þessari hættu nú þegar verslunarmannahelgina er framundan.



Hvað getur þú gert til að koma í veg fyrir slys á tjaldsvæði?

  • Aktu hægt inn á tjaldsvæðið og leggðu bílnum.
  • Gakktu um til þess að finna tjaldstæði í stað þess að aka um.
  • Mundu að bílar og aftanívagnar eru oft háir og því getur verið erfitt að sjá börn að leik.
  • Þegar bakka þarf þá er góð regla að láta einhvern úr fjölskyldunni segja sér til, bæði til þess að koma í veg fyrir tjón og forða slysi.
  • Mundu að börn eiga erfitt með að meta hljóð og vita oft ekki hvaðan bíllinn kemur.
  • Notkun síma og akstur fer aldrei saman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×