Innlent

Óku hringinn í kringum landið á 30 klukkutímum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þessa fallegu mynd tók Veigar þegar hann var við Hreðarvatnsskála.
Þessa fallegu mynd tók Veigar þegar hann var við Hreðarvatnsskála.
Veigar Þór Gissurarson varaformaður björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði og félagar hans ákváðu að ger sér ferð hringinn í kringum landið um síðustu helgi.

Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þeir stoppuðu lítið sem ekkert á leiðinni og voru komnir heim rétt rösklega 30 klukkutímum seinna. Ástæða þess að félagarnir lögðu upp í ferðina var að styðja lið þeirra, Reyni Sandgerði, sem var að keppa á Eskifirði. „Við ákváðum að elta liðið," segir Veigar. Hann bætir því við að leikurinn hafi ekki farið nógu vel, en Reynir gerði jafntefli með einu marki gegn einu.

Þeir félagarnir fóru suðurleiðina austur en tóku svo norðurleiðina heim. Þegar þeir komu svo að Hreiðavatnskála í Borgarfirði blasti við þeim þessi líka fallegi himinn sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Myndin er tekin rétt fyrir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×