Innlent

Þrír teknir úr umferð í nótt

mynd/Getty
Tveir voru teknir úr umferð vegna ölvunar, óspekta og brota á lögreglusamþykkt. Í bæði skiptin hafði lögregla rætt við aðilana áður og gefið þeim viðvörun. Það virðist ekki hafa dugað og því var gisting í fangaklefa eina meðalið að þessu sinni. Þeir mega búast við kæru vegna brota sinna. Á sjötta tímanum varð lögreglan vitni að líkamsárás í miðborginni. Þar réðst karlmaður á konu og veitti henni áverka. Maðurinn var handtekinn og gistir nú fangageymslu þar til hægt verður að yfirheyra hann.

Þá hafði lögreglan afskipti af manni sem var að reykja kannabis en lögreglan hafði runnið á lyktina. Aðilinn var einnig með kannabis í fórum sínum sem og hníf. Lögreglan losaði hann við þetta og má hann búast við sekt vegna vörslu fíkni sem og fyrir vopnaburð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×