Innlent

Íbúar standa sig vel í sorpflokkun

BBI skrifar
Mynd úr safni
Mynd úr safni Mynd/Anton Brink
Íbúar Snæfellsbæjar standa sig vel í flokkun á sorpi. Fyrstu endurvinnslutunnurnar voru settar upp í júní og eftir fyrstu sorplosun var endurvinnanlegt sorp 48% af heildar sorpmagni.

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri, segir niðurstöðurnar framar björtustu vonum. „Þessar góðu viðtökur gera það að verkum að mun minna magn verður urðað í framtíðinni í Fíflholtum sem aftur þýðir að við spörum töluverða fjármuni í urðunarkostnað svo ekki sé talað um hin umhverfislegu áhrif sem flokkunin hefur, " segir hann í viðtali við fréttamiðilinn Skessuhornið.

Flestir flokkuðu rétt þó örlítið hafi borið á því að glerkrukkur og bleyjur, sem með réttu eiga heima í almennu tunnunni, rötuðu í endurvinnslutunnur. Aðeins á tveimur stöðum af um 600 hirtu íbúar ekki um að flokka. Þar var sorpið ekki tekið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×