Innlent

Katrín heimsótti skáta

Katrín ásamt börnum sínum á landsmótinu í dag.
Katrín ásamt börnum sínum á landsmótinu í dag. mynd/landsmót skáta
Katrín Jakobsdóttir, ráðherra mennta- æskulýðsmála, heimsótti Landsmót skáta við Úlfljótsvatn í dag og kynnti sér þau verkefni sem mótsgestir hafa unnið að síðustu daga.

Katrín heimsótti einnig tjaldbúðir skátafélaganna og kynntist þar tjaldbúðarlífinu, skipulagningu og mikilvægari aðkomu fullorðinna foringja að skátastarfinu.

Þá ræddi hún við erlenda sjálfboðaliða sem vinna á mótinu. Samkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum leist Katrínu vel á aðstæður mótsins og sagði að þar sæist vel hversu fjölbreytt og skemmtilegt skátastarfið er.

Katrín fékk einnig góða kynningu á alþjóðlegu friðarþingi sem íslenskir skátar standa fyrir í Hörpu um miðjan október. En hún mun halda opnunarávarp þingsins sem er einn af fjölmörgum viðburðum í tilefni 100 ára afmælis skátastarfs á Íslandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×