Innlent

Litli pokinn í skókössum bannaður

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/AFP
Neytendastofa hefur lagt bann við markaðssetningu á vörum sem innihalda dímetýlfúmarat (DMF). Íslenskir neytendur þekkja efnið helst sem innihald lítilla poka sem festir eru innan í ný húsgögn eða sett í kassa hjá vöru, t.d. skókassa. Þannig er efnið notað til að koma í veg fyrir að húsgögn, skór eða aðrar vörur mygli þegar þær eru fluttar frá hitabeltislöndum, t.d. Kína og öðrum ríkjum Asíu.

Efnið er nú bannað vegna þess að það getur valdið miklum og alvarlegum ofnæmisviðbrögðum, t.d. útbrotum, bruna og jafnvel öndunarvandamálum sem getur reynst erfitt að meðhöndla.

Bannið er sett að fyrirmynd evrópskra reglna og gildir á öllu EES-svæðinu. Neytendur sem eiga vörur eins og bólstruð húsgögn, skó eða leðurvörur sem eru innfluttar frá ríkjum utan EES og hafa fundið til ofnæmiseinkenna eru hvattir til að leita læknis til að kanna hvort orsökin geti verið DMF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×