Innlent

Óttast að hækkanir á stöðumælagjaldi fæli fólk frá miðborginni

"Þetta leggst mjög illa í okkur. Við óttumst að þetta fæli fólkið frá,“ segir Frank Michelsen, úrsmíðameistari á Laugavegi.
"Þetta leggst mjög illa í okkur. Við óttumst að þetta fæli fólkið frá,“ segir Frank Michelsen, úrsmíðameistari á Laugavegi.
„Þetta leggst mjög illa í okkur. Við óttumst að þetta fæli fólkið frá," segir Frank Michelsen, úrsmíðameistari á Laugavegi. Í næstu viku verða verulegar hækkanir á bílastæðagjöldum á þremur gjaldsvæðum í miðborg Reykjavíkur. Gjald í stöðumæli hækkar um 50 prósent.

„Það er nú þegar mjög erfitt aðgengi að Laugaveginum, til dæmis fyrir hreyfihamlaða. Með þessu er bara verið að vísa fólki frá miðborginni; Íslendingum sem koma á bílum," segir Frank.

Hann bendir á eftir að Laugaveginum hafi verið lokað fyrir umferð í sumar og með þeim breytingum komi færri Íslendingar í miðborgina. „Á móti kemur er mikið af ferðamönnum sem halda versluninni uppi en þeir munu fara. Það er alveg ljóst að það er mikil fækkun í viðskiptum af Íslendingum," segir hann.

„Þessar ákvarðanir borgaryfirvalda einkennast af því að það er farið af stað án þess að vita hvað raunverulega er verið að gera," segir hann. „Það er eins og yfirvöld vilji að miðborgin eigi bara að vera fyrir þá sem búi þar en ekki fyrir fólkið sem kemur úr úthverfunum á bílum."

Til dæmis mun gjaldsvæði 1 í miðborginni hækka úr 150 krónum í 225 krónur.


Tengdar fréttir

Ekki í herferð gegn einkabílnum

Aðspurður segir Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, að Besti flokkurinn sé ekki í herferð gegn einkabílnum. Borgarráð samþykkti í morgun að stöðumælagjöld í Reykjavík munu hækka umtalsvert frá og með næsta mánudegi.

Verulegar hækkanir á bílastæðagjöldum

Verulegar hækkanir verða á bílastæðagjöldum á þremur gjaldsvæðum í Reykjavíkurborg í næstu viku. Gjaldsvæði 1 mun kosta 225 krónur í stað 150 krónur. Gjaldsvæði 2 og 4 mun fara úr 80 krónum í 120 krónur. Um er að ræða skammtímasvæði sem eru miðsvæðis. Hækkunin gildir frá og með mánudeginum 30. júlí. Engin hækkun verður á gjaldsvæði 3, sem er ætlað sem langtímastæði, en á því svæði er m.a. hægt að kaupa miða á u.þ.b. 1.900 krónur sem gildir í tvær vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×