Innlent

Börnum finnst of auðvelt að nálgast klám

BBI skrifar
Mynd/Valgarður
Grunnskólabörnum finnst of auðvelt að nálgast klám á internetinu og of erfitt að forðast það. Þetta eru niðurstöður lokaverkefnis sem Björg Magnúsdóttir gerði í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.

Fram kemur einnig að tímaþjófur, þreyta í augum og rafrænt einelti er með því versta sem börnin tengja við internetið. Rannsóknin benti einnig til þess að sífellt færist í aukana að nemendur fari heim í tölvuleik í hádeginu í stað þess að verða með skólafélögum sínum.

Björg skoðaði nethegðun barna og unglinga. Hún talaði við þrettán krakka í 5. til 10. bekk og byggja niðurstöðurnar einna helst á svörum þeirra. Hins vegar leitaði hún einnig fanga til foreldra, kennara og sérfræðinga í netöryggi.

Á heimasíðu Ríkisútvarpsins má nálgast útvarpsþætti sem unnir voru í tengslum við rannsóknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×