Innlent

Fimm ferðamenn slösuðust við Búrfell

Umferðarslys varð á Landvegi til móts við Búrfell í gærkvöldi. Fimm erlendir ferðamenn voru í bílnum og slasaðist einn alvarlega, annar minna og þrír urðu fyrir minniháttar hnjaski.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fólkið og flutti það til Reykjavíkur um klukkan níu. Þetta var annað útkall dagsins en síðdegis hafði þyrlan farið vestur til Hólmavíkur og sótt þar slasaðan einstakling sem lenti í bílslysi í nágrenni bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×