Innlent

MS sjúklingar eygja von

BBI skrifar
Ingunn Jónsdóttir segir málin vera á jákvæðu nótunum.
Ingunn Jónsdóttir segir málin vera á jákvæðu nótunum.
Ingunn Jónsdóttir fagnar því að lyfið Gilenya verði innleitt hér á landi, en lyfið er við MS sjúkdómnum.

Ingunn Jónsdóttir kom í viðtal í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði vegna málsins en hún hefur lengi beðið nýja lyfsins enda hætti hún að nota lyfið Tysabri vegna hættu á aukaverkunum. Nú hefur greiðsluþátttaka ríkisins í nýja lyfinu loks verið samþykkt en lyfið hafði lengi verið til á lager hjá innflutningsaðila þó stjórnsýslan hafi ekki tekið við sér fyrr en núna.

„Þetta er auðvitað allt bara mjög á jákvæðu nótunum hjá okkur núna," segir hún en þó muni nokkur tími líða þar til hún fær lyfið. Aðeins fáir fá lyfið í byrjun og svo verður fjöldinn smám saman aukinn. Hún veit ekki hvenær nákvæmlega hún fær lyfið en telur þó öruggt að hún fái lyfið áður en árið er liðið. „Þetta nýja lyf verður alger bylting og mun breyta miklu fyrir MS sjúklinga. Þarna er einhver von," segir hún en bendir á að mjög misjafnt sé hvernig lyfið verkar á hvern og einn.


Tengdar fréttir

Nýtt MS lyf samþykkt

Greiðsluþátttaka ríkisins í MS lyfinu Gilenya hefur verið samþykkt, en Landspítalinn óskaði eftir flýtimeðferð á afgreiðslu umsóknar um innleiðingu lyfsins þann 28. júní síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×