Innlent

Hommar deila um eignarhald á ketti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Köttur.
Köttur. mynd/ getty.
Karlmaður sakar fyrrverandi sambýlismann sinn um að hafa stolið frá sér ketti sem þeir héldu á meðan þeir voru í sambúð. Hann hefur kært manninn til lögreglunnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að fá að gera húsleit hjá sambýlismanninum fyrrverandi til að kanna hvort hann sé enn með köttinn í fórum sínum, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfunni og Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu í gær. Meðferð málsins er enn fyrir dómstólum þrátt fyrir að kröfu um húsleitina hafi verið hafnað. Sambýlismaðurinn hefur viðurkennt að hafa farið að heimili mannsins og sótt köttinn.Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að mennirnir deili um það hvor sé eigandi kattarins. Úr slíkum einkaréttarlegum ágreiningi verður, eins og atvikum málsins háttar, skorið í dómsmáli þeirra í milli. Þótt lögregla hafi vald til að rannsaka hvort varnaraðili kunni að hafa framið refsivert brot með brottnámi kattarins umrætt sinn og gera nauðsynlegar ráðstafanir í tengslum við þá rannsókn, leiði almannahagsmunir ekki til þess að krafa sóknaraðila um húsleit hjá varnaraðila nái fram að ganga. Samkvæmt þessu verður staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar.____________________________________Athugasemd 20. júlí kl. 00:22

Upphaflega var fullyrt að sambýlismaðurinn hafi farið inn í íbúð karlmannsins og náð í köttinn. Það má hvergi lesa úr umræddum úrskurði Hæstaréttar. Maðurinn fór að heimili hans og náði í köttinn. Orðrétt segir í úrskurðinum:"Eins og þar greinir játaði varnaraðili við skýrslutöku hjá lögreglu 2. júlí síðastliðinn að hafa farið 28. júní sama ár að heimili A á [...], á meðan hinn síðarnefndi var að heiman, í því skyni að sækja köttinn. Kvaðst varnaraðili einfaldlega hafa farið og náð í köttinn."

Tengd skjölAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.