Innlent

Óvenjumikil berjaspretta í ár

Berjaspretta er óvenjumikil miðað við árstíma og hefur Skessuhorn eftir starfsmönnum þjóðgarðsins Snæfellsjökuls að krækiberin séu þegar búin að taka lit. Þau séu því orðin æt, þó þau séu ekki orðin sæt og safarík eins og þau verða full þroskuð.

Þá lítur bláberjasprettan mjög vel út þau þau séu skemur komin. Ef einhvrja vætu gerir á næstu dögum, eins og spáð er , stefnir í að krækiberin á þessu svæði verði orðin full þroskuð starx í byrjun ágúst, eða einni til tveimur vikum fyrr en venjulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×