Innlent

Rólegt við Kötlu eftir skjálftahrinu

Eftir skjálftahrinu í grennd við Kötlu um áttaleitið í gærkvöldi, hefur verið fremur rólegt á svæðinu í nótt.

Snarpasti skjálftinn í gærkvöldi mældist 2,6 á richter með upptök aust-suðaustur af Goðabungu og þrír all snarpir skjálftar mældust nokkur síðar, en aðrir eftirskjálftar voru vægir.

Ekki mældist gosórói og rekja jarðvísindamenn skjálftana til jarðhita á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×