Innlent

Stúlka kom í heiminn á Reykjanesbrautinni

Reykjanesbraut
Reykjanesbraut
Stúlka kom í heiminn í sjúkrabíl á Reykjanesbrautinni í nótt en óskað var eftir sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja rétt fyrir klukkan fimm til að flytja móðurina á fæðingardeild í Reykjavík. Á vef Víkurfrétta segir að engin ljósmóðir eða læknir hafi verið í bílnum og því hafi tveir sjúkraflutningamenn tekið á móti stúlkunni við Hvassahraun, á bæjarmörkum Voga og Hafnarfjarðar. Móður og barni heilsast vel, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×