Innlent

Rafrænar kosningar hluti af tíðarandanum

Halldór Halldórsson, formaður Samtaka sveitarfélaga.
Halldór Halldórsson, formaður Samtaka sveitarfélaga.
„Ég er sannfærður um að almenningur mun brátt geta kosið með rafrænni kosningu." Þetta segir Halldór Halldórsson, formaður Samtaka sveitarfélaga. Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann við þáttastjórnendur um rafrænar kosningar.

Halldór segir fólk almennt hafa meiri áhuga á að koma að ákvarðanatöku en áður. Slíkum málum eigi eftir að fjölga næstu ár og nú þegar tækninni fleytir fram þá sé skynsamlegt að horfa til rafrænna kosninga. Í því felist bæði sparnaður sem og aukið aðgengi fólks að skipulagi samfélags síns.

„Þetta er hluti af tíðarandanum," segir Halldór. „Þetta er hluti af því sem tæknin leyfir okkur að gera."

Að mati Halldórs eigum við Íslendingar þó langt í land. „Almennt séð erum við ekki að standa okkur nógu vel hér á Íslandi. Þrátt fyrir mikla tölvunotkun á Íslandi og góðar tengingar, þá virðumst við vera eftirbátar flestra þjóða í þessum efnum."

Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Halldór hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×