Innlent

Fjallað um sigur Ólafs erlendis

BBI skrifar
Mynd/Daníel
Fjallað er um íslensku forsetakosningarnar á forsíðu fréttamiðilsins BBC. Þar er því slegið fram að Ólafur eigi fyrir höndum fimmta kjörtímabilið á Bessastöðum og að Þóra hafi þegar lýst sig sigraða.

Sömuleiðis er fjallað um kosningarnar í fréttum AFP fréttaveitunnar, Bangkok post og fjölmiðlum á Nýja Sjálandi. Í fréttunum er fjallað um sigur Ólafs Ragnars þó að enn hafi ekki öll atkvæði verið talin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×