Innlent

Ari Trausti útilokar ekki framboð á ný

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þótt Ólafur Ragnar Grímsson sé augljós sigurvegari kosninganna eru niðurstöðurnar ekki upplífgandi fyrir hann, segir Ari Trausti Guðmundsson, forsetaframbjóðandi. Hann útilokar ekki að bjóða sig fram til forseta aftur að fjórum árum liðnum. Ari Trausti ræddi við Jóhönnu Margréti Gísladóttur, fréttamann Stöðvar 2 og Vísis, um miðnættið í kvöld.

Ari Trausti segir eðlilegt að forseti taki til sín hversu lítil kosningaþáttakan er „Hann er kosinn með tiltölulega litlum hluta atkvæða ef þú tekur kosningabæra menn. Sitjandi forseti er kannski kosinn með atkvæðum 25-30% atkvæða þegar kemur að öllum kosningabærum mönnum í landinu," segir Ari Trausti.

Ari Trausti útilokar ekki að hann muni bjóða sig aftur til forseta eftir fjögur ár. „Ég svara engu um það. Það er ekki nokkur leið að spá fjögur ár frammí fyrir tímann," segir Ari Trausti Guðmundsson. Í það minnsta hafi hann hug á að taka ríkari þátt í samfélagsumræðunni. Hann sér hins vegar ekki fyrir sér að hann bjóði sig fram til þings. Hann muni ekki finna sér farveg í þeim flokkum sem nú sitja á þingi og ekki sé hyggilegt að stofna ný framboð.

Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá viðtal við Ara Trausta Guðmundsson.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×