Innlent

Bílvelta á Mosfellsheiði

Bílvelta varð á Mosfellsheiði í gærkvöld um tíu leytið. Tvennt var í bílnum, ungur ökumaður og stúlka. Þau slösuðust ekki að ráði, fengur skrámur og eymsli á öxl en voru flutt á slysadeild til skoðunnar. Bíllinn er hinsvegar stórskemmdur.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu liggur ekki ljóst fyrir hvað olli óhappinu. Að öðru leyti var nóttin að mestu róleg hjá lögreglu og slökkviliði um land allt, þó var óvenju mikill erill í sjúkraflutningum í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×