Innlent

Viðbragðsáætlun virkjuð á Keflavíkurflugvelli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Viðbragðsáætlun var virkjuð á Keflavíkurflugvelli nú á níunda tímanum vegna flugvélar sem á að lenda um klukkan korter í níu. Tilkynnt var um reyk í flugstjórnarklefa vélarinnar, en á þessari stundu er ekki vitað hvað veldur reyknum. Ekki hafa fengist um það upplýsingar á þessari stundu hvaðan vélin var að koma.

Viðbót klukkan fimm mínútur í níu: Vélin er lent en ekki er vitað nánar um orsök reyksins.

Viðbót klukkan fimm mínútur yfir níu: Vélin lenti heilu og höldnu. Reykurinn kom úr lofræstikerfi vélarinnar, en enn er ekki vitað hvað olli honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×