Innlent

Brotist inn í nýbyggingu í Mosfellsbæ

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brotist var inn í nýbyggingu í Mosfellsbæ og nokkrum verkfærum var stolið. Tilkynning um innbrotið barst lögreglunni um hálftíuleytið í morgun. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki en þeirra er leitað.

Um hálfellefuleytið var tilkynnt um innbrot í sendibifreið í Breiðholti. Nýlegu mótorhjóli, svokölluðum krossara, var stolið úr bifreiðinni. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki en þeirra er leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×