Innlent

Eldri borgarar biðla til borgarfulltrúa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eldri borgarar í Gerðubergi ræddu vð borgarráðsfulltrúa í borgarráðsherberginu í dag.
Eldri borgarar í Gerðubergi ræddu vð borgarráðsfulltrúa í borgarráðsherberginu í dag. mynd/ sigurjón.
Eldri borgarar úr Gerðubergi í Breiðholti afhentu borgarfulltrúum í dag bænaskjal þar sem þess er farið á leit að starfi eldri borgara í menningarmiðstöðinni Gerðubergi verði bjargað. Segja þeir að niðurskurður í starfi Gerðubergs sé svo mikill að vart sé hægt að halda starfinu úti.

Undirskriftir 450 manns sem tengjast starfinu voru afhentar borgarfulltrúunum. Á meðal þeirra sem hittu eldri borgarana var Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×