Innlent

Athugasemdir eldri borgara í Gerðubergi verða skoðaðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björk Vilhelmsdóttir tók við bænaskjalinu í dag.
Björk Vilhelmsdóttir tók við bænaskjalinu í dag. mynd/ valli.
Reykjavík verð rúmum hálfum milljarði króna til félagsmiðstöðvanna í Reykjavík á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni vegna bænaskjals sem eldri borgarar, sem nýta sér þjónustu Gerðubergs, færðu borgarfulltrúum í dag til að mótmæla niðurskurði í starfi eldri borgara í Gerðubergi.

Í tilkynningunni segir að velferðarsvið Reykjavíkurborgar, sem rekur félagsmiðstöðvarnar, leiti stöðugt nýrra leiða í þjónustunni, m. a. til að mæta kröfum um meiri áhrif þeirra sem nýta þjónustuna á skipulag og framkvæmd. Í vetur hafi verið gerðar breytingar í Gerðubergi og á mörgum öðrum félagsmiðstöðvum í því skyni.

Bænaskjal notenda í Gerðubergi sýni glögglega að þar séu notendur ekki sáttir við breytingarnar. Það eru mikilvægar upplýsingar til þeirra sem taka ákvarðanir um þjónustuna. Nú stendur yfir mat á því hvernig til hafi tekist með breytingarnar í vetur og verði bænaskjalið hluti af því mati. Þegar niðurstöður matsins liggi fyrir verði tekin afstaða til mögulegra breytinga á hinu nýja fyrirkomulagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×