Innlent

Segir gamla muni vinsælt skotmark skemmdarvarga

BBI skrifar
Mynd/Jón Allansson
Eignaspjöll voru unnin á Byggðasafninu að Görðum á Akranesi í síðustu viku. Safnastjóri safnsins segir slík skemmdarverk hafa verið ákveðið vandamál upp á síðkastið og að „gamlir og sérstakir munir" verði frekar fyrir barðinu á skemmdarvörgum.

Brotnar voru rúður í fiskihjalli og bátageymslu á safninu auk þess sem skemmdir voru unnar á útveggjum og hurðum húsanna. Ekki er vitað hverjir stóðu fyrir spjöllunum.

Byggðasafnið í Görðum stendur vörð um sögu byggðar, atvinnu og mannlífs sunnan Skarðsheiðar. Safnið var stofnað árið árið 1959 og var eina starfandi safnið á Akranesi fram til ársins 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×