Innlent

Engin heimild til að grípa inn í ferli um brottnám barna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kópavogur, þar sem börnin bjuggu.
Kópavogur, þar sem börnin bjuggu. mynd/ pjetur.
Barnaverndanefnd Kópavogsbæjar hefur ekki heimild til að breyta eða stöðva ferli sem felur í sér fullnustu ákvæða samkvæmt Haag-samningnum frá 25. október 1980 um brottnám barna, sem Ísland hefur fullgilt. Þetta segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ, en undanfarna daga hefur í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum verið fjallað um forsjármál sem Barnaverndanefnd Kópavogs hefur komið að.

Barnaverndarnefnd Kópavogs er bundin trúnaði um málefni einstakra barna og geta starfsmenn hennar því aldrei útskýrt ákvarðanir og aðgerðir nema gagnvart eftirlitsaðilum. Þessi trúnaður er bundinn lögum og byggir á mikilvægi þess að vernda hagsmuni þeirra barna og fjölskyldna sem nefndin vinnur fyrir.

„Alltaf er tekið tillit til aðstæðna barna, lögð áhersla á að tryggja öryggi þeirra, hlú að þeim og veita þeim þá aðstoð sem þörf er á hverju sinni. Barnaverndarnefnd Kópavogs leggur áherslu á að starfsmenn hennar vinna eftir og fylgja lögum, reglugerðum og vinnuferlum," segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×