Egill búinn að kæra stúlkuna Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. júlí 2012 13:28 Egill Einarsson segir stúlkuna vera margsaga í aðalatriðum málsins. Egill „Gillzenegger Einarsson, hefur kært stúlkuna sem sakaði hann um nauðgun til lögreglu. Hann óskar eftir lögreglurannsókn á tildrögum þess að hann, ásamt unnustu sinni var borinn sökum, um svívirðilegan glæp, sem hafi verið rangar. Eins og kunnugt er lauk meðferð Ríkissaksóknara á málinu gegn Agli án ákæru á hendur honum. „Ég hef einsett mér að komast til botns í þessu máli," segir Egill í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. Yfirlýsingin er svar við yfirlýsingu sem Guðjón Ólafsson, réttargæslumaður stúlkunnar, sendi fjölmiðlum fyrir helgi. Egill hefur, allt frá því að málið kom fyrst upp, sagt að hann íhugaði að leggja fram slíka kæru.Fékk skilaboð frá handrukkara Egill segir stúlkuna hafa verið margsaga í aðalatriðum málsins og hann sé hugsi yfir því. „Hvers vegna hún í skýrslutöku vitnar um sms-skilaboð og símtöl sem aldrei áttu sér stað eins og útprentaðar símaskýrslur staðfesta. Það er mér mikið umhugsunarefni hvers vegna tvær vinkonur hennar „staðfesta" í smáatriðum þessi símtöl og sms, sem aldrei áttu sér stað, í skýrslutöku hjá lögreglu. Og ég get hreinlega ekki hætt að hugsa um það hvers vegna skilaboð frá handrukkara biðu mín þegar ég vaknaði daginn eftir," segir Egill.Finnur til samúðar með stúlkunni „Þrátt fyrir reiði mína og hryggð yfir þessu máli finn ég á vissan hátt til samúðar með stúlkunni því ég trúi ekki að það hafi verið meðvituð ákvörðun hjá henni að eyðileggja mannorð fólks sem hún á ekkert sökótt við. Ég hef þess vegna mikið velt því fyrir mér hvort eitthvað sé hæft í sögusögnum um að hún hafi orðið fyrir óeðlilegum þrýstingi frá tilteknu áhrifafólki. Komi slíkt i ljós þá eru allir aðilar þessa máls peð í pólitískum hráskinnsleik," segir Egill.Rangt að stúlkan hafi farið grátandi heim Egill segir að það sé rangt að stúlkan hafi horfið af heimili sínu í miklum flýti og hvað þá að hún hafi farið grátandi. „Það er rétt að vitni staðfesta að stúlkan hafi verið í tilfinningalegu uppnámi þegar vinkonur hennar sóttu hana. Hún komst hins vegar ekki í það uppnám fyrr en eftir að hún fór frá okkur. Á meðan hún dvaldi hjá okkur var mikið hlegið og góð stemning og þessi áburður kom því eins og þruma úr heiðskýru lofti," segir Egill. Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að lesa yfirlýsingu Egils. Tengdar fréttir Fór hágrátandi heim frá Gillzenegger Stelpan sem kærði Egil Einarsson fyrir nauðgun í haust fór hágrátandi af heimili Egils nóttina sem hún fullyrðir að hann hafi nauðgað sér. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem réttargæslumaður stúlkunnar hefur sent fjölmiðlum. 29. júní 2012 11:25 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Egill „Gillzenegger Einarsson, hefur kært stúlkuna sem sakaði hann um nauðgun til lögreglu. Hann óskar eftir lögreglurannsókn á tildrögum þess að hann, ásamt unnustu sinni var borinn sökum, um svívirðilegan glæp, sem hafi verið rangar. Eins og kunnugt er lauk meðferð Ríkissaksóknara á málinu gegn Agli án ákæru á hendur honum. „Ég hef einsett mér að komast til botns í þessu máli," segir Egill í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. Yfirlýsingin er svar við yfirlýsingu sem Guðjón Ólafsson, réttargæslumaður stúlkunnar, sendi fjölmiðlum fyrir helgi. Egill hefur, allt frá því að málið kom fyrst upp, sagt að hann íhugaði að leggja fram slíka kæru.Fékk skilaboð frá handrukkara Egill segir stúlkuna hafa verið margsaga í aðalatriðum málsins og hann sé hugsi yfir því. „Hvers vegna hún í skýrslutöku vitnar um sms-skilaboð og símtöl sem aldrei áttu sér stað eins og útprentaðar símaskýrslur staðfesta. Það er mér mikið umhugsunarefni hvers vegna tvær vinkonur hennar „staðfesta" í smáatriðum þessi símtöl og sms, sem aldrei áttu sér stað, í skýrslutöku hjá lögreglu. Og ég get hreinlega ekki hætt að hugsa um það hvers vegna skilaboð frá handrukkara biðu mín þegar ég vaknaði daginn eftir," segir Egill.Finnur til samúðar með stúlkunni „Þrátt fyrir reiði mína og hryggð yfir þessu máli finn ég á vissan hátt til samúðar með stúlkunni því ég trúi ekki að það hafi verið meðvituð ákvörðun hjá henni að eyðileggja mannorð fólks sem hún á ekkert sökótt við. Ég hef þess vegna mikið velt því fyrir mér hvort eitthvað sé hæft í sögusögnum um að hún hafi orðið fyrir óeðlilegum þrýstingi frá tilteknu áhrifafólki. Komi slíkt i ljós þá eru allir aðilar þessa máls peð í pólitískum hráskinnsleik," segir Egill.Rangt að stúlkan hafi farið grátandi heim Egill segir að það sé rangt að stúlkan hafi horfið af heimili sínu í miklum flýti og hvað þá að hún hafi farið grátandi. „Það er rétt að vitni staðfesta að stúlkan hafi verið í tilfinningalegu uppnámi þegar vinkonur hennar sóttu hana. Hún komst hins vegar ekki í það uppnám fyrr en eftir að hún fór frá okkur. Á meðan hún dvaldi hjá okkur var mikið hlegið og góð stemning og þessi áburður kom því eins og þruma úr heiðskýru lofti," segir Egill. Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að lesa yfirlýsingu Egils.
Tengdar fréttir Fór hágrátandi heim frá Gillzenegger Stelpan sem kærði Egil Einarsson fyrir nauðgun í haust fór hágrátandi af heimili Egils nóttina sem hún fullyrðir að hann hafi nauðgað sér. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem réttargæslumaður stúlkunnar hefur sent fjölmiðlum. 29. júní 2012 11:25 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Fór hágrátandi heim frá Gillzenegger Stelpan sem kærði Egil Einarsson fyrir nauðgun í haust fór hágrátandi af heimili Egils nóttina sem hún fullyrðir að hann hafi nauðgað sér. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem réttargæslumaður stúlkunnar hefur sent fjölmiðlum. 29. júní 2012 11:25