Innlent

Fór hágrátandi heim frá Gillzenegger

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Egill Einarsson, sem einnig er þekktur undir nafninu Gillzenegger.
Egill Einarsson, sem einnig er þekktur undir nafninu Gillzenegger.
Stúlkan sem kærði Egil Einarsson, eða Gillzenegger, fyrir nauðgun í vetur fór hágrátandi af heimili Egils nóttina sem hún fullyrðir að hann hafi nauðgað sér. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Guðjón Ólafur Jónsson, réttargæslumaður stúlkunnar, hefur sent fjölmiðlum. Ríkissaksóknari hefur ákveðið að ákæra Egil ekki fyrir brotið sem stúlkan sakar hann um. Rannsókn málsins tók langan tíma og Egill hefur falið Brynjari Níelssyni lögmanni sínum að krefjast rannsóknar á því hvers vegna málið dróst á langinn.

„Skjólstæðingur minn hvarf í miklum flýti af heimili kærða umrædda nótt. Var hún þá klædd í sokkabuxur af unnustu kærða, en skildi nærbuxur sínar og sokkabuxur þar eftir. Skjólstæðingur minn hafði þá þegar samband við tvær vinkonur sínar þar sem hún hafði leitað skjóls við heimili annarrar í nágrenni við heimili kærða. Kvað hún kærða hafa nauðgað sér. Er staðfest með framburði vinkvennanna og leigubílstjóra sem ók þeim þremur ragleitt að Neyðarmóttöku, að skjólstæðingur minn hafi þá verið hágrátandi og í miklu tilfinningalegu uppnámi," segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Guðjón Ólafur Jónsson er réttargæslumaður stúlkunnar.
Þá segir í yfirlýsingunni að á Neyðarmóttöku hafi túrtappi verið fjarlægður úr leggöngum stelpunnar. Þar hafi fundist við skoðun tvær örfínar rifur við leggangsop og ein við endaþarsmop, sem að mati stelpunnar styðji frásögn hennar um að Egill hafi haft samfarir. Í niðurstöðu ríkissaksóknara sé í engu vikið að marblettum á handleggjum skjólstæðings síns sem hún kvað vera af völdum Egils og er getið í um skýrslu Neyðarmótttöku.

Einnig segir að stúlkan hafi verið til meðferðar hjá sálfræðingi, sem kveði hana bera öll einkenni sem þekkt séu hjá þolendum kynferðisbrota. Ríkissaksóknari hafi ekki aflað neinna gagna um það og hafi með öllu horft framhjá sálrænum einkennum stelpunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×