Efla eftirlit með brunavörnum JHH skrifar 3. júlí 2012 14:32 Frá undirritun samningsins í dag. F.v. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnasviðs SHS, Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri, Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri EBÍ, Björn Karlsson, forstjóri MVS og Ólafur K. Ragnarsson, deildarstjóri hugbúnaðarþróunar SHS. Slökkviliðið, ásamt Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands (EBÍ) og Mannvirkjastofnun (MVS) skrifuðu í dag undir samstarfssamning um þróun hugbúnaðar til að efla eftirlit með brunavörnum á Íslandi. Hugbúnaðurinn hefur fengið vinnuheitið Brunavarnagáttir og kemur til með að halda utan um allt sem tengist brunavörnum í byggingum og ástandi þeirra. Gert er ráð fyrir að fyrsta útgáfa hans verði komin í notkun í desember 2014. „Þessi hugbúnaður á eftir að auðvelda alla vinnu við brunaeftirlit, samræma vinnubrögð og gera öllum slökkviliðum í landinu og þjónustuaðilum brunavarna kleift að skrá og nálgast nauðsynlegar upplýsingar miðlægt," sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, í fréttatilkynningu. Miðlægur gagnagrunnur mun þannig geyma og halda utanum gögn um allar byggingar á Íslandi sem heyra undir lög um brunavarnir og eru eftirlitsskyldar. Þar verða skráðar allar skoðanir slökkviliða og þjónustuaðila brunavarna, öll mál sem verða til vegna skoðana og allar aðgerðir sem framkvæmdar eru innan málanna. Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri EBÍ, segir verkefnið mjög brýnt og vonast til að öll slökkvilið í landinu muni notfæra sér hugbúnaðinn og stuðla þannig að samræmdri skráningu upplýsinga. Að sögn Björns Karlssonar, forstjóra MVS, er þetta mjög spennandi verkefni sem gefur mikla möguleika til framtíðar því auðkenni fasteigna í grunninum verður það sama og er í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og mannvirkjaskrá MVS. Með því móti verður í framtíðinni hægt að geyma og nálgast upplýsingar um opinberar úttektir og leyfisveitingar á einum og sama staðnum. Þar með yrði Ísland fyrst Norðurlanda til að þróa og innleiða miðlægan gagnagrunn á landsvísu í þessum tilgangi. Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Slökkviliðið, ásamt Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands (EBÍ) og Mannvirkjastofnun (MVS) skrifuðu í dag undir samstarfssamning um þróun hugbúnaðar til að efla eftirlit með brunavörnum á Íslandi. Hugbúnaðurinn hefur fengið vinnuheitið Brunavarnagáttir og kemur til með að halda utan um allt sem tengist brunavörnum í byggingum og ástandi þeirra. Gert er ráð fyrir að fyrsta útgáfa hans verði komin í notkun í desember 2014. „Þessi hugbúnaður á eftir að auðvelda alla vinnu við brunaeftirlit, samræma vinnubrögð og gera öllum slökkviliðum í landinu og þjónustuaðilum brunavarna kleift að skrá og nálgast nauðsynlegar upplýsingar miðlægt," sagði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, í fréttatilkynningu. Miðlægur gagnagrunnur mun þannig geyma og halda utanum gögn um allar byggingar á Íslandi sem heyra undir lög um brunavarnir og eru eftirlitsskyldar. Þar verða skráðar allar skoðanir slökkviliða og þjónustuaðila brunavarna, öll mál sem verða til vegna skoðana og allar aðgerðir sem framkvæmdar eru innan málanna. Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri EBÍ, segir verkefnið mjög brýnt og vonast til að öll slökkvilið í landinu muni notfæra sér hugbúnaðinn og stuðla þannig að samræmdri skráningu upplýsinga. Að sögn Björns Karlssonar, forstjóra MVS, er þetta mjög spennandi verkefni sem gefur mikla möguleika til framtíðar því auðkenni fasteigna í grunninum verður það sama og er í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og mannvirkjaskrá MVS. Með því móti verður í framtíðinni hægt að geyma og nálgast upplýsingar um opinberar úttektir og leyfisveitingar á einum og sama staðnum. Þar með yrði Ísland fyrst Norðurlanda til að þróa og innleiða miðlægan gagnagrunn á landsvísu í þessum tilgangi.
Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira