Innlent

Íslenskur maður handtekinn í Brasilíu

Rio de Janeiro
Rio de Janeiro
Íslenskur karlmaður hefur verið handtekinn í höfuðborg Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann er grunaður um að vera viðriðin stórt fíkniefnamál.

Ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Samkvæmt brasilískum fjölmiðlum er talið að maðurinn hafi tekið þátt í að flytja hátt í fimmtíu þúsund e-töflur til Brasilíu. Maðurinn var á leið frá Lissabon í Portúgal.

Verðmæti eiturlyfjanna er talið vera um 145 milljónir íslenskra króna.

Fregnum af málinu ber ekki saman en fjölmiðlar í Brasilíu hafa greint frá því að íslenski maðurinn hafi verið handtekinn ásamt brasilískri kærustu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×