Innlent

Fimmtán ára stúlka tekin undir stýri

Fimmtán ára stúlka var undir stýri þegar lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði bifreið í bænum í nótt. Hún er eins og gefur að skilja ekki með bílpróf en þar sem hún er orðin fimmtán ára má hún búast við sekt fyrir athæfið.

Vinur hennar, sem kominn er með próf, sat við hlið hennar og hafði leyft henni að keyra bílinn og fyrir vikið má hann einnig búast við sekt.

Þá stöðvaði lögreglan á Suðurnesjum bíl við venjubundið eftirlit og vaknaði strax grunur um að ökumaðurinn væri undir áhrifum bæði áfengis og lyfja. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að maðurinn hafði einnig verið sviptur ökuleyfinu ævilangt og átti því ekkert með að vera ferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×