Innlent

Aflahæstu dagar strandveiðanna í sumar

BBI skrifar
Það er tómlegt um að litast á bryggjunni meðan strandveiðar standa yfir.
Það er tómlegt um að litast á bryggjunni meðan strandveiðar standa yfir.
Júlímánuður hefst með glæsibrag hjá strandveiðimönnum því fyrstu dagar veiðanna voru aflahæstu dagar sumarsins. Þann 3. júlí veiddust 352 tonn og á mánudaginn 2. júlí veiddust 343,7 tonn.

Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er 3. júlí í ár þar með þriðji aflahæsti dagur strandveiðanna frá upphafi. Aflahæsti dagur strandveiðanna frá upphafi var 12. júlí 2010 en þá var 379 tonnum landað. Í öðru sæti er 5. ágúst með 364 tonna afla. Þar á eftir kemur 3. júlí í ár.

Jón Már Halldórsson hjá Fiskistofu tekur þó fram að tölurnar síðan í vikunni séu enn mjög nýjar, aflinn eigi eftir að fara í endurvigtun og því geti verið að enn bætist við tölurnar. Það er því enn möguleiki á að 3. júlí skríði ofar á listann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×