Innlent

Rannsaka viðskiptakjör birgja til matvöruverslana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja rannsókn á viðskiptakjörum nokkurra birgja til matvöruverslana. Þar verður rannsakað hvort mikill verðmunur í viðskiptum einstakra birgja við mismunandi verslanir hindri samkeppni og fari gegn samkeppnislögum. Í skýrslu eftirlitsins um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði sem kom út í janúar síðastliðnum var sýnt fram á mjög mikinn verðmun hjá einstökum birgjum eftir því hvaða verslanir eða verslanakeðjur áttu í hlut. Í skýrslunni voru leiddar að því lýkur að þessi mikli verðmunur hindraði samkeppni á dagvörumarkaði.

Samkeppniseftirlitið segir að leitað hafi verið skýringa á þessum mun hjá birgjum og ljóst sé að þeim hafi hingað til ekki tekist að sýna fram á að verðmunurinn byggi á traustri greiningu á kostnaðarlegu hagræði sem réttlæti betri kjör. Þvert á móti hafi verið kallað eftir leiðbeiningu Samkeppniseftirlitsins um þessi efni. Af þeim sökum telur Samkeppniseftirlitið óhjákvæmilegt að hefja umrædda rannsókn og leggja mat á hvort viðskiptakjör tiltekinna birgja fari gegn ákvæðum samkeppnislaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×