Innlent

Ingibjörg H. Bjarnason heiðruð á Alþingi

Í dag eru 90 ár liðin frá því að Ingibjörg H. Bjarnason var fyrst kvenna kosin til setu á Alþingi. Hún var landskjörin alþingismaður á árunum 1922 til 1930.

Af því tilefni bauð forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, öllum þeim konum sem tekið hafa sæti á Alþingi, bæði sem þingmenn og varaþingmenn, til hátíðarsamkomu í Alþingishúsinu í dag.

Ásta flutti ávarp á samkomunni ásamt Kristínu Ástgeirsdóttur, sem fjallaði um líf og þingsetu Ingibjargar. Helga Guðrún Jónasdóttir ræddi síðan um stjórnmálaþátttöku kvenna.

Á meðal gesta í Alþingishúsinu í dag var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Salóme Þorkelsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×