Guðjón Baldvins: Þá langaði mig að hætta í fótbolta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2012 12:51 Mynd / Stefán Knattspyrnukappinn Guðjón Baldvinsson hefur farið á kostum með Halmstad í sænsku B-deildinni á yfirstandandi tímabili. Guðjón er markahæstur í deildinni með 11 mörk í 13 leikjum. Guðjón hefur verið orðaður við sænska úrvalsdeildarfélagið Helsinborg en með liðinu leikur landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason. Guðjón sagðist í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu ekki vita hvort nokkuð væri til í þessum orðrómum. „Ég bara veit það ekki. Þetta er ekkert sem maður er að pæla í. Ég er virkilega ánægður hérna í Halmstad og loksins fundið minn rétta jarðveg sem fótboltamaður. Óþarfi að flytja sig um set núna," segir Guðjón. Guðjón var á sínum tíma á mála hjá sænska félaginu GAIS. Hann var beðinn um að útskýra muninn á dvölinni hjá GAIS þar sem lítið gekk og hjá Halmstad þar sem hann blómstrar. „Þegar ég kom hingað fékk ég strax tækifærið. Þjálfarinn hafði trú á mér ólíkt hinum staðnum þar sem ég fékk aldrei að spila sama hvað ég gerði. Aðalmunurinn er að þjálfarinn hefur trú á mér og það er létt að blómstra í þannig umhverfi." Um tíma spilaði GAIS leikkerfið 4-6-0 ekki ósvipað og Spánverjar hafa nýtt á Evrópumótinu í knattspyrnu. Eins og gefur að skilja var ekki pláss fyrir framherja í því leikkerfi. „Þegar þú ert framherji í liði sem vill ekki nota framherja hugsar maður: „Vá, er ég svona lélegur. Þá langaði mig að hætta í fótbolta," segir Guðjón sem segir hlutverk sitt hjá GAIS hafa verið virkielga óspennandi. Halmstad, sem situr í þriðja sæti B-deildarinnar, mætir Falkenbergs FF á mánudaginn. Liðið verður án Guðjóns sem tekur út leikbann. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira
Knattspyrnukappinn Guðjón Baldvinsson hefur farið á kostum með Halmstad í sænsku B-deildinni á yfirstandandi tímabili. Guðjón er markahæstur í deildinni með 11 mörk í 13 leikjum. Guðjón hefur verið orðaður við sænska úrvalsdeildarfélagið Helsinborg en með liðinu leikur landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason. Guðjón sagðist í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu ekki vita hvort nokkuð væri til í þessum orðrómum. „Ég bara veit það ekki. Þetta er ekkert sem maður er að pæla í. Ég er virkilega ánægður hérna í Halmstad og loksins fundið minn rétta jarðveg sem fótboltamaður. Óþarfi að flytja sig um set núna," segir Guðjón. Guðjón var á sínum tíma á mála hjá sænska félaginu GAIS. Hann var beðinn um að útskýra muninn á dvölinni hjá GAIS þar sem lítið gekk og hjá Halmstad þar sem hann blómstrar. „Þegar ég kom hingað fékk ég strax tækifærið. Þjálfarinn hafði trú á mér ólíkt hinum staðnum þar sem ég fékk aldrei að spila sama hvað ég gerði. Aðalmunurinn er að þjálfarinn hefur trú á mér og það er létt að blómstra í þannig umhverfi." Um tíma spilaði GAIS leikkerfið 4-6-0 ekki ósvipað og Spánverjar hafa nýtt á Evrópumótinu í knattspyrnu. Eins og gefur að skilja var ekki pláss fyrir framherja í því leikkerfi. „Þegar þú ert framherji í liði sem vill ekki nota framherja hugsar maður: „Vá, er ég svona lélegur. Þá langaði mig að hætta í fótbolta," segir Guðjón sem segir hlutverk sitt hjá GAIS hafa verið virkielga óspennandi. Halmstad, sem situr í þriðja sæti B-deildarinnar, mætir Falkenbergs FF á mánudaginn. Liðið verður án Guðjóns sem tekur út leikbann.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira