Guðjón Baldvins: Þá langaði mig að hætta í fótbolta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2012 12:51 Mynd / Stefán Knattspyrnukappinn Guðjón Baldvinsson hefur farið á kostum með Halmstad í sænsku B-deildinni á yfirstandandi tímabili. Guðjón er markahæstur í deildinni með 11 mörk í 13 leikjum. Guðjón hefur verið orðaður við sænska úrvalsdeildarfélagið Helsinborg en með liðinu leikur landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason. Guðjón sagðist í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu ekki vita hvort nokkuð væri til í þessum orðrómum. „Ég bara veit það ekki. Þetta er ekkert sem maður er að pæla í. Ég er virkilega ánægður hérna í Halmstad og loksins fundið minn rétta jarðveg sem fótboltamaður. Óþarfi að flytja sig um set núna," segir Guðjón. Guðjón var á sínum tíma á mála hjá sænska félaginu GAIS. Hann var beðinn um að útskýra muninn á dvölinni hjá GAIS þar sem lítið gekk og hjá Halmstad þar sem hann blómstrar. „Þegar ég kom hingað fékk ég strax tækifærið. Þjálfarinn hafði trú á mér ólíkt hinum staðnum þar sem ég fékk aldrei að spila sama hvað ég gerði. Aðalmunurinn er að þjálfarinn hefur trú á mér og það er létt að blómstra í þannig umhverfi." Um tíma spilaði GAIS leikkerfið 4-6-0 ekki ósvipað og Spánverjar hafa nýtt á Evrópumótinu í knattspyrnu. Eins og gefur að skilja var ekki pláss fyrir framherja í því leikkerfi. „Þegar þú ert framherji í liði sem vill ekki nota framherja hugsar maður: „Vá, er ég svona lélegur. Þá langaði mig að hætta í fótbolta," segir Guðjón sem segir hlutverk sitt hjá GAIS hafa verið virkielga óspennandi. Halmstad, sem situr í þriðja sæti B-deildarinnar, mætir Falkenbergs FF á mánudaginn. Liðið verður án Guðjóns sem tekur út leikbann. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira
Knattspyrnukappinn Guðjón Baldvinsson hefur farið á kostum með Halmstad í sænsku B-deildinni á yfirstandandi tímabili. Guðjón er markahæstur í deildinni með 11 mörk í 13 leikjum. Guðjón hefur verið orðaður við sænska úrvalsdeildarfélagið Helsinborg en með liðinu leikur landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason. Guðjón sagðist í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu ekki vita hvort nokkuð væri til í þessum orðrómum. „Ég bara veit það ekki. Þetta er ekkert sem maður er að pæla í. Ég er virkilega ánægður hérna í Halmstad og loksins fundið minn rétta jarðveg sem fótboltamaður. Óþarfi að flytja sig um set núna," segir Guðjón. Guðjón var á sínum tíma á mála hjá sænska félaginu GAIS. Hann var beðinn um að útskýra muninn á dvölinni hjá GAIS þar sem lítið gekk og hjá Halmstad þar sem hann blómstrar. „Þegar ég kom hingað fékk ég strax tækifærið. Þjálfarinn hafði trú á mér ólíkt hinum staðnum þar sem ég fékk aldrei að spila sama hvað ég gerði. Aðalmunurinn er að þjálfarinn hefur trú á mér og það er létt að blómstra í þannig umhverfi." Um tíma spilaði GAIS leikkerfið 4-6-0 ekki ósvipað og Spánverjar hafa nýtt á Evrópumótinu í knattspyrnu. Eins og gefur að skilja var ekki pláss fyrir framherja í því leikkerfi. „Þegar þú ert framherji í liði sem vill ekki nota framherja hugsar maður: „Vá, er ég svona lélegur. Þá langaði mig að hætta í fótbolta," segir Guðjón sem segir hlutverk sitt hjá GAIS hafa verið virkielga óspennandi. Halmstad, sem situr í þriðja sæti B-deildarinnar, mætir Falkenbergs FF á mánudaginn. Liðið verður án Guðjóns sem tekur út leikbann.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira