Innlent

Hestasýning á Austurvelli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorvaldur Þorvaldsson er annar reiðkennaranna sem sýnir Svartni í dag.
Þorvaldur Þorvaldsson er annar reiðkennaranna sem sýnir Svartni í dag.
Tveir af fremstu reiðkennurum landsins bjóða almenningi að fylgjast með hestaþjálfun í miðbæ Reykjavíkur í dag. Um er að ræða þá Trausta Þór Guðmundsson og Þorvald Árna Þorvaldsson. Sýningar verða á Austurvelli klukkan tvö og klukkan þrjú í Hljómskálagarðinum. Þetta er gert til að vekja athygli á því að Landsmót hestamanna hefst í Víðidal á mánudaginn. Hinn fasmikli gæðingur Svartnir frá Miðsitju verður kynntur til leiks. Sýnt verður hvernig maðurinn notar táknmál hestsins til að eiga við hann samskipti, útskýrt hvernig þjálfun fer fram og gangtegundir kynntar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×