Innlent

Biskupsvígsla hafin í Hallgrímskirkju

mynd/RUV
Vígsluathöfn hófst klukkan 14 í Hallgrímskirkju. Þar mun herra Karl Sigurbjörnsson, fráfarandi biskup Íslands, vígja Agnesi M. Sigurðardóttur í embætti biskups.

Séra Agnes er fyrsta konan til að gegna embætti biskups Íslands en hún verður fjórtánda manneskjan sem gegnir embættinu frá því að biskupsdæmin tvö, Skálholtsbiskupsdæmi og Hólabiskupsdæmi, voru sameinuð í eitt og biskupsstóllinn fluttur til Reykjavíkur.

Fjölmenni er komið í kirkjuna en þar á meðal eru fulltrúar erlendra kirkja - alls eru ellefu erlendir biskupar viðstaddir athöfnina.

Þrír kórar munu syngja við athöfnina, Mótettukór Hallgrímskirkju, Dómkórinn og kirkjukór Bolungarvíkur. Dómkórinn mun einnig syngja fyrir athöfnina, frá klukkan hálf tvö. Þá mun dóttir Agnesar, Margrét Hannesdóttir, syngja einsöng í athöfninni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×