Heiðar Geir Júlíusson hefur verið á skotskónum í síðustu tveimur leikjum með Ängelholm í sænsku b-deildinni í fótbolta. Hann fékk tækifæri í byrjunarliðinu og nýtti það frábærlega.
Heiðar Geir kom inn af bekknum í fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu en fékk loksins tækifæri í byrjunarliðinu á móti Degerfors á 17. júní. Hann hefur síðan skorað þrjú mörk í tveimur síðustu leikjum sínum.
Heiðar Geir kom Ängelholm yfir í 1-1 jafntefli á móti Brage og skoraði síðan tvö mörk í seinni hálfleik í 3-1 sigri á Ljungskile í gær.
Heiðar Geir er því kominn með fjögur mörk í sænsku b-deildinni í ár þrátt fyrir að hafa aðeins byrjað inn á í þemur leikjum.
Ängelholm er nú í 4. sæti deildarinnar fjórum stigum á eftir Halmstad sem er í 3. sæti og 17 stigum á eftir toppliði Öster.
Heiðar Geir með þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
