Herdís gagnrýnir stjórnmálaprófessor harðlega VG skrifar 28. júní 2012 10:35 Herdís Þorgeirsdóttir. Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðanda gagnrýnir orð Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, sem sagði í viðtali við RÚV á þriðjudaginn, að opið bókhald frambjóðenda væri merkingarlítið þar sem upplýsingarnar yrðu ekki sannreyndar af Ríkisendurskoðanda fyrr en eftir kosningar. Hann benti jafnframt á að krafa annarra frambjóðanda um að opna bókhaldið væri eðlileg taktík fyrir þá sem hafa minna fé milli handanna í kosningunum og til þess fallið að snúa veikleikum slíkra frambjóðanda í styrk. Herdís hafnar þessu í tilkynningu sem kosningastjórn Herdísar sendi frá sér. Þannig segir orðrétt: „Þessu hafnar Herdís Þorgeirsdóttir og telur staðhæfingar prófessorsins ekki standast neina skoðun þegar í ljósi þess að slíkar upplýsingar sæta eftirliti Ríkisendurskoðunar." Þá er vitnað í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þar sem meðal annar segir að: „Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Herdís hefur opnað bókhald sitt. Það hefur Ólafur Ragnar Grímsson einnig gert auk þess sem hann hefur sundurliðað kostnaðinn við baráttuna. Þóra Arnórsdóttir hefur gefið upp heildarkostnað vegna auglýsinga, sem voru tæpar tvær milljónir. Þá sagðist hún hafa safnað tólf milljónum í styrki, þar af voru fimm styrkir yfir 200 þúsund krónur. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi birti nýlega yfirlitið yfir kostnaðinn í baráttunni. Hann hefur ekki þegið neina styrki en heildarkostnaður hans vegna framboðsins er rétt rúm milljón króna. Meðal annars eyddi hann tæplega 240 þúsund krónur í viðburðarfyrirtækið Silent og hundrað þúsund krónum í kynningarmyndband á ÍNNTV. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu kosningastjórnar Herdísar:Í fréttum Ríkisútvarpsins 26. júní 2012 kemur fram að: "Prófessor í stjórnmálafræði segir það hafa litla þýðingu að opna bókhald forsetaframbjóðenda fyrir kosningar." Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis segir að: "Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins." og að: "Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Í könnun Capacent Gallup frá september 2010 kemur fram að um 80% landsmanna eru andvígir því að framboðum sé heimilt að taka við fjárframlögum frá einstaklingum án þess að nafn þess sem veitir styrkinn sé gefið upp. Krafa Herdísar er því samhljóða kröfu þjóðarinnar um opið bókhald á stjórnmálavettvangi. Bókhald er ekki opnað með því að gefa einungis upp heildarfjárhæð framlaga. Bókhald er ekki opnað með því að gefa aðeins upp í hvað peningarnir fara. Það sem 80% landsmanna vilja eru upplýsingar um hverjir leggja fram fé til framboða. Slíkar upplýsingar hafa einungis raunhæfa þýðingu fyrir kjósendur ef þær eru lagðar fram fyrir kjördag. Herdís Þorgeirsdóttir hefur opnað bókhald framboðs síns og þar með brugðist markvisst við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis. Gegnsæi um fjármál forsetaframboða er forsenda fyrir því að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun þegar þeir velja á milli frambjóðenda. Það hefur því mikla þýðingu að allir frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fyrir kosningar við kröfu þorra þjóðarinnar um að opna bókhald sitt. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðanda gagnrýnir orð Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, sem sagði í viðtali við RÚV á þriðjudaginn, að opið bókhald frambjóðenda væri merkingarlítið þar sem upplýsingarnar yrðu ekki sannreyndar af Ríkisendurskoðanda fyrr en eftir kosningar. Hann benti jafnframt á að krafa annarra frambjóðanda um að opna bókhaldið væri eðlileg taktík fyrir þá sem hafa minna fé milli handanna í kosningunum og til þess fallið að snúa veikleikum slíkra frambjóðanda í styrk. Herdís hafnar þessu í tilkynningu sem kosningastjórn Herdísar sendi frá sér. Þannig segir orðrétt: „Þessu hafnar Herdís Þorgeirsdóttir og telur staðhæfingar prófessorsins ekki standast neina skoðun þegar í ljósi þess að slíkar upplýsingar sæta eftirliti Ríkisendurskoðunar." Þá er vitnað í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þar sem meðal annar segir að: „Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Herdís hefur opnað bókhald sitt. Það hefur Ólafur Ragnar Grímsson einnig gert auk þess sem hann hefur sundurliðað kostnaðinn við baráttuna. Þóra Arnórsdóttir hefur gefið upp heildarkostnað vegna auglýsinga, sem voru tæpar tvær milljónir. Þá sagðist hún hafa safnað tólf milljónum í styrki, þar af voru fimm styrkir yfir 200 þúsund krónur. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi birti nýlega yfirlitið yfir kostnaðinn í baráttunni. Hann hefur ekki þegið neina styrki en heildarkostnaður hans vegna framboðsins er rétt rúm milljón króna. Meðal annars eyddi hann tæplega 240 þúsund krónur í viðburðarfyrirtækið Silent og hundrað þúsund krónum í kynningarmyndband á ÍNNTV. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu kosningastjórnar Herdísar:Í fréttum Ríkisútvarpsins 26. júní 2012 kemur fram að: "Prófessor í stjórnmálafræði segir það hafa litla þýðingu að opna bókhald forsetaframbjóðenda fyrir kosningar." Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis segir að: "Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins." og að: "Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Í könnun Capacent Gallup frá september 2010 kemur fram að um 80% landsmanna eru andvígir því að framboðum sé heimilt að taka við fjárframlögum frá einstaklingum án þess að nafn þess sem veitir styrkinn sé gefið upp. Krafa Herdísar er því samhljóða kröfu þjóðarinnar um opið bókhald á stjórnmálavettvangi. Bókhald er ekki opnað með því að gefa einungis upp heildarfjárhæð framlaga. Bókhald er ekki opnað með því að gefa aðeins upp í hvað peningarnir fara. Það sem 80% landsmanna vilja eru upplýsingar um hverjir leggja fram fé til framboða. Slíkar upplýsingar hafa einungis raunhæfa þýðingu fyrir kjósendur ef þær eru lagðar fram fyrir kjördag. Herdís Þorgeirsdóttir hefur opnað bókhald framboðs síns og þar með brugðist markvisst við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis. Gegnsæi um fjármál forsetaframboða er forsenda fyrir því að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun þegar þeir velja á milli frambjóðenda. Það hefur því mikla þýðingu að allir frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fyrir kosningar við kröfu þorra þjóðarinnar um að opna bókhald sitt.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira