Herdís gagnrýnir stjórnmálaprófessor harðlega VG skrifar 28. júní 2012 10:35 Herdís Þorgeirsdóttir. Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðanda gagnrýnir orð Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, sem sagði í viðtali við RÚV á þriðjudaginn, að opið bókhald frambjóðenda væri merkingarlítið þar sem upplýsingarnar yrðu ekki sannreyndar af Ríkisendurskoðanda fyrr en eftir kosningar. Hann benti jafnframt á að krafa annarra frambjóðanda um að opna bókhaldið væri eðlileg taktík fyrir þá sem hafa minna fé milli handanna í kosningunum og til þess fallið að snúa veikleikum slíkra frambjóðanda í styrk. Herdís hafnar þessu í tilkynningu sem kosningastjórn Herdísar sendi frá sér. Þannig segir orðrétt: „Þessu hafnar Herdís Þorgeirsdóttir og telur staðhæfingar prófessorsins ekki standast neina skoðun þegar í ljósi þess að slíkar upplýsingar sæta eftirliti Ríkisendurskoðunar." Þá er vitnað í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þar sem meðal annar segir að: „Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Herdís hefur opnað bókhald sitt. Það hefur Ólafur Ragnar Grímsson einnig gert auk þess sem hann hefur sundurliðað kostnaðinn við baráttuna. Þóra Arnórsdóttir hefur gefið upp heildarkostnað vegna auglýsinga, sem voru tæpar tvær milljónir. Þá sagðist hún hafa safnað tólf milljónum í styrki, þar af voru fimm styrkir yfir 200 þúsund krónur. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi birti nýlega yfirlitið yfir kostnaðinn í baráttunni. Hann hefur ekki þegið neina styrki en heildarkostnaður hans vegna framboðsins er rétt rúm milljón króna. Meðal annars eyddi hann tæplega 240 þúsund krónur í viðburðarfyrirtækið Silent og hundrað þúsund krónum í kynningarmyndband á ÍNNTV. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu kosningastjórnar Herdísar:Í fréttum Ríkisútvarpsins 26. júní 2012 kemur fram að: "Prófessor í stjórnmálafræði segir það hafa litla þýðingu að opna bókhald forsetaframbjóðenda fyrir kosningar." Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis segir að: "Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins." og að: "Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Í könnun Capacent Gallup frá september 2010 kemur fram að um 80% landsmanna eru andvígir því að framboðum sé heimilt að taka við fjárframlögum frá einstaklingum án þess að nafn þess sem veitir styrkinn sé gefið upp. Krafa Herdísar er því samhljóða kröfu þjóðarinnar um opið bókhald á stjórnmálavettvangi. Bókhald er ekki opnað með því að gefa einungis upp heildarfjárhæð framlaga. Bókhald er ekki opnað með því að gefa aðeins upp í hvað peningarnir fara. Það sem 80% landsmanna vilja eru upplýsingar um hverjir leggja fram fé til framboða. Slíkar upplýsingar hafa einungis raunhæfa þýðingu fyrir kjósendur ef þær eru lagðar fram fyrir kjördag. Herdís Þorgeirsdóttir hefur opnað bókhald framboðs síns og þar með brugðist markvisst við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis. Gegnsæi um fjármál forsetaframboða er forsenda fyrir því að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun þegar þeir velja á milli frambjóðenda. Það hefur því mikla þýðingu að allir frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fyrir kosningar við kröfu þorra þjóðarinnar um að opna bókhald sitt. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðanda gagnrýnir orð Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, sem sagði í viðtali við RÚV á þriðjudaginn, að opið bókhald frambjóðenda væri merkingarlítið þar sem upplýsingarnar yrðu ekki sannreyndar af Ríkisendurskoðanda fyrr en eftir kosningar. Hann benti jafnframt á að krafa annarra frambjóðanda um að opna bókhaldið væri eðlileg taktík fyrir þá sem hafa minna fé milli handanna í kosningunum og til þess fallið að snúa veikleikum slíkra frambjóðanda í styrk. Herdís hafnar þessu í tilkynningu sem kosningastjórn Herdísar sendi frá sér. Þannig segir orðrétt: „Þessu hafnar Herdís Þorgeirsdóttir og telur staðhæfingar prófessorsins ekki standast neina skoðun þegar í ljósi þess að slíkar upplýsingar sæta eftirliti Ríkisendurskoðunar." Þá er vitnað í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þar sem meðal annar segir að: „Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Herdís hefur opnað bókhald sitt. Það hefur Ólafur Ragnar Grímsson einnig gert auk þess sem hann hefur sundurliðað kostnaðinn við baráttuna. Þóra Arnórsdóttir hefur gefið upp heildarkostnað vegna auglýsinga, sem voru tæpar tvær milljónir. Þá sagðist hún hafa safnað tólf milljónum í styrki, þar af voru fimm styrkir yfir 200 þúsund krónur. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi birti nýlega yfirlitið yfir kostnaðinn í baráttunni. Hann hefur ekki þegið neina styrki en heildarkostnaður hans vegna framboðsins er rétt rúm milljón króna. Meðal annars eyddi hann tæplega 240 þúsund krónur í viðburðarfyrirtækið Silent og hundrað þúsund krónum í kynningarmyndband á ÍNNTV. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu kosningastjórnar Herdísar:Í fréttum Ríkisútvarpsins 26. júní 2012 kemur fram að: "Prófessor í stjórnmálafræði segir það hafa litla þýðingu að opna bókhald forsetaframbjóðenda fyrir kosningar." Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis segir að: "Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins." og að: "Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna." Í könnun Capacent Gallup frá september 2010 kemur fram að um 80% landsmanna eru andvígir því að framboðum sé heimilt að taka við fjárframlögum frá einstaklingum án þess að nafn þess sem veitir styrkinn sé gefið upp. Krafa Herdísar er því samhljóða kröfu þjóðarinnar um opið bókhald á stjórnmálavettvangi. Bókhald er ekki opnað með því að gefa einungis upp heildarfjárhæð framlaga. Bókhald er ekki opnað með því að gefa aðeins upp í hvað peningarnir fara. Það sem 80% landsmanna vilja eru upplýsingar um hverjir leggja fram fé til framboða. Slíkar upplýsingar hafa einungis raunhæfa þýðingu fyrir kjósendur ef þær eru lagðar fram fyrir kjördag. Herdís Þorgeirsdóttir hefur opnað bókhald framboðs síns og þar með brugðist markvisst við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis. Gegnsæi um fjármál forsetaframboða er forsenda fyrir því að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun þegar þeir velja á milli frambjóðenda. Það hefur því mikla þýðingu að allir frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fyrir kosningar við kröfu þorra þjóðarinnar um að opna bókhald sitt.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira