Innlent

Segja PIP-púðana ekki krabbameinsvaldandi

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

PIP sílikonfyllingarnar innhalda hvorki eiturefni né eru krabbameinsvaldandi. Þetta kemur fram í skýrslu sem bresk heilbrigðisyfirvöld hafa birt.



Um fjögur hundruð konur fengu PIP sílikonfyllingar græddar í sig hér á landi. Fréttavefur Breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að skýrsla sem unnin var fyrir heilbrigðisyfirvöld þar í landi sýni að efnin í púðum geti ekki valdið langvarandi skaða. Í þeim séu engin eiturefni og fyllingarnar eru ekki líklegri til að valda krabbameini en aðrar fyllingar. Hins vegar eru púðarnir sagðir tvöfalt líklegri til að leka en aðrir sílikonpúðar.



Frönsk stjórnvöld greindu frá því síðla árs 2011 að hætta væri talin stafa a PIP sílikonfyllingum. Fyrirtækið sem framleiddi fylllingarnar var það þriðja stærsta á sínu sviði og fyllingarnar með þeim ódýrustu sem í boði voru. Þegar fyrirtækið varð gjaldþrota kom í ljós að hluti púðanna hafði ekki verið unnin út frá þeim gæðastöðlum notaðir eru þegar sílikonfyllingar eru unnar. Þar af leiðandi var talið að aukin áhætta fylgdi notkun þeirra og meiri líkur á að þeir rifnuðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×