Ný könnun Stöðvar 2: Ólafur Ragnar 56% - Þóra 34% Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2012 18:30 Ólafur Ragnar Grímsson mælist með afgerandi forystu, eða 56 prósenta fylgi þeirra sem tóku afstöðu, en Þóra Arnórsdóttir með 34 prósent, í nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins, þar sem fimmtán hundruð manns svöruðu. Saman mælast þau tvö með yfir níutíu prósent fylgis meðal þeirra sem hafa ákveðið sig en aðrir forsetaframbjóðendur samanlagt með innan við tíu prósent. 27,5 prósent segjast óákveðnir. Þetta er stærsta úrtak í könnun til þessa fyrir komandi forsetakosningar. Hringt var í 2.214 manns í gær og í fyrradag, á miðvikudag og fimmtudag, samkvæmt slembiúrtaki úr þjóðskrá, og náðist í 1.503 kjósendur, sem skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega rétt eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa til embættis forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Af 1.503 sögðust 9 ætla að kjósa Andreu, eða 0,6 prósent, Ara Trausta 58 eða 3,9 prósent, Ástþór 9 eða 0,6 prósent, þrír sögðust kjósa Hannes eða 0,2 prósent, Herdísi 16 eða 1,1 prósent, Ólaf Ragnar 563 eða 37,5 prósent og Þóru 341 eða 22,7 prósent. 3,8 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, óákveðnir sögðust 27,5 prósent og 2,3 prósent neituðu að svara.Tveir af hverjum þremur tóku þannig afstöðu og meðal þeirra mældist Andrea með 0,9 prósent, Ari Trausti með 5,8%, Ástþór með 0,9%, Hannes með 0,3%, Herdís með 1,6%, Ólafur Ragnar með 56,4% og Þóra með 34,1%. Þau tvö mældust þannig með 90,5 prósent en aðrir með 9,5 prósent samanlagt.Fylgi Ólafs Ragnars mældist áberandi meira meðal karla. 62 prósent karla sögðust kjósa hann en Þóru 27 prósent karla. Aðrir mældust samanlagt með 11 prósent. Meðal kvenna var bilið minna, 50 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Ólaf en Þóru 42 prósent kvenna. Aðrir frambjóðendur með 8 prósent samanlagt.Sömuleiðis var munur á fylgi eftir búsetu. Þannig mældist Ólafur með 55 prósent á höfuðborgarsvæðinu en Þóra 36 prósent en á landsbyggðinni mældist Ólafur með 60 prósent meðan Þóra mældist með 29 prósent. Fylgi annarra var samtals í kringum tíu prósent. Forsetakosningar 2012 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson mælist með afgerandi forystu, eða 56 prósenta fylgi þeirra sem tóku afstöðu, en Þóra Arnórsdóttir með 34 prósent, í nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins, þar sem fimmtán hundruð manns svöruðu. Saman mælast þau tvö með yfir níutíu prósent fylgis meðal þeirra sem hafa ákveðið sig en aðrir forsetaframbjóðendur samanlagt með innan við tíu prósent. 27,5 prósent segjast óákveðnir. Þetta er stærsta úrtak í könnun til þessa fyrir komandi forsetakosningar. Hringt var í 2.214 manns í gær og í fyrradag, á miðvikudag og fimmtudag, samkvæmt slembiúrtaki úr þjóðskrá, og náðist í 1.503 kjósendur, sem skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega rétt eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa til embættis forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Af 1.503 sögðust 9 ætla að kjósa Andreu, eða 0,6 prósent, Ara Trausta 58 eða 3,9 prósent, Ástþór 9 eða 0,6 prósent, þrír sögðust kjósa Hannes eða 0,2 prósent, Herdísi 16 eða 1,1 prósent, Ólaf Ragnar 563 eða 37,5 prósent og Þóru 341 eða 22,7 prósent. 3,8 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, óákveðnir sögðust 27,5 prósent og 2,3 prósent neituðu að svara.Tveir af hverjum þremur tóku þannig afstöðu og meðal þeirra mældist Andrea með 0,9 prósent, Ari Trausti með 5,8%, Ástþór með 0,9%, Hannes með 0,3%, Herdís með 1,6%, Ólafur Ragnar með 56,4% og Þóra með 34,1%. Þau tvö mældust þannig með 90,5 prósent en aðrir með 9,5 prósent samanlagt.Fylgi Ólafs Ragnars mældist áberandi meira meðal karla. 62 prósent karla sögðust kjósa hann en Þóru 27 prósent karla. Aðrir mældust samanlagt með 11 prósent. Meðal kvenna var bilið minna, 50 prósent kvenna sögðust ætla að kjósa Ólaf en Þóru 42 prósent kvenna. Aðrir frambjóðendur með 8 prósent samanlagt.Sömuleiðis var munur á fylgi eftir búsetu. Þannig mældist Ólafur með 55 prósent á höfuðborgarsvæðinu en Þóra 36 prósent en á landsbyggðinni mældist Ólafur með 60 prósent meðan Þóra mældist með 29 prósent. Fylgi annarra var samtals í kringum tíu prósent.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira